top

© Ragnar Ekker, The Norwegian Avalanche Warning Service | EAWS

Orðasafn

Þetta er yfirgripsmesta orðasafn sem til er um snjó og snjóflóðahugtök. Í safninu eru nú fleiri en 100 stöðluð hugtök á níu tungumálum og er það stöðugt uppfært og stækkað.

A
B
D
E
F
G
H
I
J
K
L
M
N
O
R
S
T
U
V
Y
Orðasafn

A

Áhætta

Líkur á atburði að teknu tilliti til stærðar hans og tjónmættis. Áhætta er því samsett af líkunum á því að atburður verði, hversu stór hann getur orðið og hvert tjónnæmið er. Á einfaldan hátt má segja að áhætta sé líkur á tjóni eða slysi yfir gefið tímabil.

Viðbótarupplýsingar: Í svæðisbundinni snjóflóðaspá er talað um snjóflóðahættu, en ekki áhættu.

Álag, spenna (í snjóþekjunni)

Álag sem myndast á tengi milli kristalla innan snjólags vegna fargs snævar ofar í snjóþekjunni og þyngdarafls sem togar snjóinn niður á við (snjósig).

Stress Stress

© Avalanche Warning Service Tyrol

Áveðurs

Fjallshlíð eða brekka sem snýr mót vindi.

Windward slope Windward slope

© Avalanche Warning Service Tyrol

Orðasafn

B

Bil á milli manna

Varúðarráðstöfun í snjóflóðalandslagi: halda bili á milli manna til þess að draga úr álagi á snjóþekjuna.

Þegar farið er upp er þetta bil a.m.k. 10 m, en mun meira á leið niður.

Spacing distance Spacing distance

© Avalanche Warning Service Tyrol

Brattlendi, brattar brekkur

Brekkur sem eru brattari en 30°, óháð því því hvernig landslagið er að öðru leyti.

Steep terrain Steep terrain

© TIRIS maps

Breidd brotstáls

Hámarksfjarlægð á milli jaðra brotstálsins þar sem flekaflóð hefur átt upptök.

Slab width Slab width

© Avalanche Warning Service Tyrol

Breiður hryggur

Rúnnaður hryggur eða öxl á fjalli.

Broad ridge Broad ridge

© Avalanche Warning Service Tyrol

Brekkubrún

Svæði þar sem landhalli í brekku eykst umtalsvert. Safnar gjarnan í sig skafsnjó.

Slope discontinuity Slope discontinuity

© Avalanche Warning Service Tyrol

Brotaskari

Yfirborðsskari sem myndast vegna vinds, sólar eða lofthita. Brotnar þegar stigið er á hann.

Breakable crust Breakable crust

© Avalanche Warning Service Tyrol

Bráðnandi snjór

Rúnnaðir, grófkorna kristallar sem verða til þegar snjór er að bráðna. Á einnig við um snjó sem hefur blotnað og frosið aftur og myndar þá skara. Kristallarnir eru oft í klösum.

Dæmigerð kornastærð er 0,5-5 mm.

Sjá einnig: www.snowcrystals.it

  • © www.snowcrystals.it

  • © www.snowcrystals.it

Orðasafn

D

Dalshlíð

Hallandi land (hlíð) sem afmarkar dal í aðra áttina.

Valley flank Valley flank

© Avalanche Warning Service Tyrol

Djúphrím, bikarkristallar

Stórir, holir kristallar með hvössum brúnum, rákóttir og með sléttum hliðum. Myndast þegar kristallar kantast við mikinn hitamismun í umhverfinu (þegar hár hitastigull er í snjónum).

Dæmigerð kristallastærð er 2-5 mm eða meira.

Djúphrím er samansafn af bikarkristöllum og getur myndað veikt lag í snjóþekjunni.

Sjá einnig: www.snowcrystals.it

Depth hoar Depth hoar

© Lukas Ruetz

Dægursveifla (í snjóflóðahættu)

Snjóflóðahættan getur breyst yfir sólarhringinn. Við dæmigerðar voraðstæður er snjóflóðahættan lítil snemma að morgni eftir heiðskíra nótt, en eykst yfir daginn vegna hlýnunar og sólargeislunar. Hættan getur líka breyst vegna mikillar snjókomu, langvarandi skafrennings eða rigningar.

Daytime changes Daytime changes

© Avalanche Warning Service Tyrol

Dæmigerður snjóflóðavandi

Samtökin „European Avalanche Warning Services“ (EAWS) hefur skilgreint fimm megingerðir snjóflóðavanda sem lýsa dæmigerðum aðstæðum í snjó og í veðri sem geta leitt til þess að snjóflóð falli. Tilgangurinn er að einfalda mat á snjóflóðahættu fyrir bæði fagaðila og útivistarfólk. Snjóflóðavandinn er viðbót við hættustig og hættustaði (viðhorf og hæðarbil) í snjóflóðaspánni.

Skilgreiningarnar innihalda einfalda lýsingu á vandanum, hvers konar snjóflóðum búist er við, lýsingu á því hvar snjóflóðin geta helst fallið og hvar veik lög eru í snjóþekjunni, hvenær vandamálið varir og að lokum ferðaráð til útivistarfólks. Aðaláherslan er á útivistarfólk sem fer um þar sem snjóflóð geta fallið (í snjóflóðalandslagi), en skilgreiningin getur líka verið gagnleg fyrir fagaðila sem þurfa að leggja mat á snjóflóðahættu.

Dýpt nýsnævis

Magn snævar sem hefur bæst við á ákveðnu tímabili, t.d. síðasta sólarhringinn.

Depth of new snow Depth of new snow

© Adi Kerber

Orðasafn

E

Eðlisþyngd snævar

Massi á hverja rúmmálseiningu snævar. Eðlismassi snævar getur verið mjög mismunandi:

Tegund snævar Eðlisþyngd [kg/m³]
mjög létt nýsnævi approx. 30
nýsnævi approx. 100
niðurbrotinn snjór 150 – 300
rúnnaðir kristallar 250 – 450
kantaðir kristallar 250 – 400
djúphrím 150 – 350
votur snjór 300 – 600
hjarn 600 – 830
jökulís approx. 900
hreinn ís 917

Snow density Snow density

© Avalanche Warning Service Tyrol

Orðasafn

F

Fjallshryggur

Afgerandi hryggur sem tengir fjallstoppa í fjallgarði.

Ridgeline Ridgeline

© Thomas Mariacher

Fjarbrot

Þegar flekaflóði er komið af stað úr fjarlægð með viðbótarálagi sem getur verið t.d. skíðamaður eða vélsleðamaður.

Oftast er sá sem kemur snjóflóðinu af stað utan við snjóflóðafarveginn, en fólk getur líka lent í snjóflóði sem sett er af stað með fjarbroti ef snjóflóðið nær að staðnum þar sem viðkomandi er staddur.

Remote triggering Remote triggering

© Avalanche Warning Service Tyrol

Flekaflóð

Tegund snjóflóða. Flekaflóð fara af stað þegar heill snjófleki losnar skyndilega á veiku lagi í brattri fjallshlíð. Einkenni flekaflóða er brotstál við efri mörk upptakasvæðis. Aðstæður geta skapast fyrir flekaflóð þegar þéttari snjór (fleki) er ofan á minna þéttu snjólagi (veiku lagi) í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að snjóflóð geti farið af stað.

Slab avalanche Slab avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Flekaflóð sem rennur á jörð

Flekaflóð sem fer af stað á jörð.

Full depth slab avalanche Full depth slab avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Flekaflóð í efri lögum snjóþekjunnar

Flekaflóð sem rennur á lagi innan snjóþekjunnar.

Surface layer slab avalanche Surface layer slab avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Frostmarkshæð

Sú hæð yfir sjávarmáli þar sem lofthiti er 0°C.

Orðasafn

G

Gamall snjór, gömul snjóþekja

Snjór sem ekki er nýfallinn og er farinn að ummyndast.

Old snow Old snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Geislun

Orkuflutningur með rafsegulbylgjum af mismunandi bylgjulengd. Greint er á milli stuttbylgjugeislunar (sýnilegt ljós) og langbylgjugeislunar (hitageislun, innrauð geislun).

Radiation Radiation

© Lisa Manneh

Gil

Brött, ílöng lægð í landslagi, safnar gjarnan í sig snjó í skafrenningi.

Gully Gully

© Thomas Mariacher

Gilskora

Þröngt gil, oft með klettaveggjum og skriðuefni. Safnar gjarnan snjó í skafrenningi.

Couloir Couloir

© Thomas Mariacher

Orðasafn

H

Harka (snjólags)

Til þess að meta hörku einstakra snjólaga er handharka metin.

1 hnefi mjög mjúkur nýsnævi, djúphrím, yfirborðshrím, niðurbrotinn snjór, kantaðir kristallar, bráðnandi snjór
2 4 fingur mjúkur rúnnaðir kristallar, niðurbrotinn snjór, kantaðir kristallar, bráðnandi snjór, kantaðir kristallar sem eru að rúnnast
3 1 fingur miðlungs harður rúnnaðir kristallar, skari, kantaðir kristallar sem eru að rúnnast
4 penni harður rúnnaðir kristallar, skari
5 hnífur mjög harður skari
6 ís grjótharður íslag

Almennt gildir: Þeim mun mýkra sem lagið er, þeim mun minni er styrkurinn. Eftir því sem það er meiri munur á hörku á milli samliggjandi laga, þeim mun líklegra er að veikleiki myndist við lagskiptinguna. Mismunandi harka á milli aðliggjandi laga getur leitt til útbreiðslu á broti.

Hörkumunur upp á tvö eða fleiri stig er venjulega álitið vandamál.

  • © Martin Berner

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Hengja

Yfirhangandi snjómassi sem hefur myndast í skafrenningi, venjulega nálægt hvössum brúnum og toppum, t.d. fjallshryggjum.

Cornice Cornice

© Avalanche Warning Service Tyrol

Hitastigull

Hitamunur í snjóþekju með dýpi, mælt í °C/m eða °C/cm.

Hitastigullinn er mældur í snjóþekjunni lóðrétt frá jörðu að yfirborði. Hann er skilgreindur sem munur á milli mælinga. Sem dæmi má nefna að hitastigull upp á 1°C/m er álitinn lítill (veikur), en mikill (sterkur) ef hann er 25°C/m.

Temperature gradient Temperature gradient

© Lisa Manneh

Hjarn

Mikið ummyndaður og þéttur snjór vegna áhrifa frosts og þýðu sem og  þrýstings vegna snjólaga sem liggja ofan á honum.

Firn Firn

© Avalanche Warning Service Tyrol

Hlémegin

Hlíðar sem eru hlémegin, undan vindi og eru því í skjóli.

Snjósöfnun getur orðið mikil og hröð vegna þess að þar sem vindur er minni hefur snjórinn næði til þess að setjast. Snjódýpt í hlíðum sem eru hlémegin getur orðið margfalt meiri en hún er að meðaltali.

Lee slope Lee slope

© Avalanche Warning Service Tyrol

Hryggur, lítill hryggur

Hryggur á milli gilja eða gilskora í fjallshlíð.

Rib Rib

© Avalanche Warning Service Tyrol

Háfjallasvæði

Svæði ofan við trjálínu sem er í um 3000 m hæð í Ölpunum.

High alpine regions High alpine regions

© Avalanche Warning Service Tyrol

Hætta

Aðstæður eða ferli sem getur leitt til tjóns og/eða slysa.

Danger Danger

© Avalanche Warning Service Tyrol

Hættuskali

Evrópskur hættuskali er notaður af Veðurstofunni og öðrum stofnunum í Evrópu sem gera svæðisbundnar snjóflóðaspár.  Skalinn lýsir snjóflóðahættunni í fimm stigum:

  • 1 – Lítil
  • 2 – Nokkur
  • 3 – Töluverð
  • 4 – Mikil
  • 5 – Mjög mikil

Hættustigin byggja á þremur mismunandi breytum:

  • Líkur á því að snjóflóð falli
  • Hversu víða snjóflóð geta fallið
  • Stærð og tíðni snjóflóða sem búast má við

Snjóflóðaspáin gildir alltaf um svæði sem er >100m2 og gildir ekki fyrir einstakar brekkur. Snjóflóðahættan sem lýst er er alltaf spá sem er óvissu háð. Alltaf ætti að meta hættuna á hverjum stað fyrir sig.

Frekari upplýsingar um Evrópska snjóflóðahættuskalann má finna hér.

Hæð brotstáls

Hæð brotstáls þar sem flekaflóð hefur farið af stað.

Fracture depth Fracture depth

© Avalanche Warning Service Tyrol

Hæðarmörk snjókomu

Hæð yfir sjávarmáli þar sem úrkoma fellur sem snjókoma til jarðar.

Hæðarmörk snjókomu eru venjulega um 300 m lægri en frostmarkshæðin. Þegar úrkomuákefðin er mikil eða í lokuðum dölum þá geta hæðarmörk snjókomu jafnvel náð 600 m niður fyrir frostmarkshæð.

Snow fall level Snow fall level

© Avalanche Warning Service Tyrol

Orðasafn

I

Inngeislun

Utanaðkomandi geislun sem lendir á snjóþekjunni.

Stuttbylgjugeislun endurkastast að mestu leyti (90%) frá yfirborði snævar, allt eftir gerð og eiginleikum snævar á yfirborði. Afgangur geislunarinnar hitar upp efstu lög snjóþekjunnar og gerir þau hugsanlega rök.

Yfirborð snævar gleypir langbylgjugeislun (innrauð geislun) að langmestu leyti.

Incoming radiation Incoming radiation

© Avalanche Warning Service Tyrol

Íshrun

Jökulís sem brotnar og steypist niður mikinn bratta og tekur stundum með sér snjó úr snjóflóðafarvegum. Hefur stundum valdið miklu tjóni:

ár staðsetning
1895 Altels (Sviss) 6 létust og 158 nautgripir drápust
1965 Mattmark (Sviss) 88 létust
1970 Huascaran (Perú) kom af stað aurskriðu og 18.000 manns fórust

Ice avalanche Ice avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Ísing

Harðpökkuð úrkoma sem byggist upp áveðurs og festist við hluti eða jörð. Ísing safnast vindmegin á t.d. mastur, steina eða rafmagnslínur þegar mikill raki er í lofti og vindur.

Frost buildup Frost buildup

© Avalanche Warning Service Tyrol

Íslag

Þunn íslinsa inni í snjóþekjunni sem verður til þegar rigning eða bræðsluvatn frýs. Stakir kristallar eru ekki sýnilegir.

Ice lense Ice lense

© Martin Berner

Orðasafn

J

Jafnhita snjór (einsleitur snjór)

Snjór verður jafnhita þegar allur snjórinn nær sama hita og jöfnum hita frá yfirborði jarðar að yfirborði snævar.  

Dæmigerðar aðstæður á vorin þegar allur snjórinn nær 0°C og heldur honum. Snjórinn er oft rakur eða votur og því ekki þéttur. Á Íslandi geta þessar aðstæður komið upp hvenær sem er vetrar þegar hiti fer upp fyrir frostmark og allur snjórinn vöknar.

Isothermal snow cover Isothermal snow cover

© Avalanche Warning Service Tyrol

Jafnhitabreyting (rúnnun snjókristalla)

Ummyndunarferli þurrs snævar þegar lítill munur er á hita innan snjóþekjunnar (lítill hitastigull).

Nýfallnir, þurrir snjókristallar brotna niður í litla, rúnnaða kristalla sem verður til þess að snjórinn sest og verður almennt þéttari og stöðugari.

Snow metamorphism Snow metamorphism

© Lisa Manneh

Orðasafn

K

Kantaðir kristallar

Snjókristallar með flatar hliðar og hvöss horn, sem hafa orðið til við ummyndun í sterkum hitastigli (þegar hitamismunur er mikill innan snjóþekjunnar). Kristallarnir bindast hver öðrum venjulega illa vegna þess að tengi eru fá á milli korna. Kantaðir kristallar geta verið mikilvægur þáttur í snjóflóðum ef kantað lag er hulið þéttum snjó (samanbundnum). Köntuðu kristallarnir mynda þá veikt lag.

Dæmigerð kornastærð er 0,5 til 3 mm

Sjá líka: www.snowcrystals.it

Faceted snow crystals Faceted snow crystals

© www.snowcrystals.it

Kantaðir kristallar sem eru að rúnnast

Kantaðir kristallar með hornum og brúnum sem byrjuð eru að rúnnast. Þegar hitamismunur innan snjóþekjunnar (hitastigull) minnkar taka horn og skarpar brúnir að rúnnast og yfirborð kristallanna minnkar.

Kornsnjór, vorsnjór

Grófkorna, blautur snjór sem myndast við endurtekna hringrás frosts og þýðu.

Corn snow Corn snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Krapaflóð

Krapaflóð eru mettuð blanda af snjó og vatni sem rennur undan halla. Þau eiga oft upptök í fremur aflíðandi landslagi og fylgja oft vatnsfarvegum eða falla niður brattar brekkur. Krapaflóð geta rifið með sér mikinn jarðveg og grjót. Þau eru stundum flokkuð sem tegund snjóflóða, en eru í raun millistig á milli snjóflóða, vatnsflóða og jafnvel aurskriðna.

Krapaflóð eiga sér stað þegar snjór vatnmettast á skömmum tíma t.d. vegna bráðnunar eða rigningar. Á Íslandi geta krapaflóð allan veturinn þegar hlánar skyndilega og/eða rignir mikið ofan í snjó.

Slushflow Slushflow

© Markus Eckerstorfer

Krapi

Í krapa eru rúnnaðir snjókristallar aðgreindir og umflotnir vatni (vatnsinnihald > 15% af rúmmáli).

Slush Slush

© Sam Colbeck

Kófhlaup

Snjóflóð (oft flekaflóð) með fíngerðum snjó sem verður að mestu loftborinn í iðuköstum ef hraði flóðsins verður nægur, og þá myndast kóf.

Hraði yfirleitt á bilinu 100-300 km/klst

Kófhlaupum fylgir gjarnan þrýstibylgja sem getur haft eyðileggingarmátt neðan við sjálfa snjóflóðatunguna.

Powder avalanche Powder avalanche
Orðasafn

L

Lag með litla samloðun

Snjólag með litla tengingu á milli kristalla.

Poorly bonded layer Poorly bonded layer

© Lisa Manneh

Lagskipting snævar

Lagskipting snjóþekjunnar.

Hvert lag einkennist af kristallagerð, kristallastærð, hörku, hita, vatnsinnihaldi og eðlisþyngd.

Snow layering Snow layering

© Avalanche Warning Service Tyrol

Landhalli, bratti

Landhallinn er mældur niður brekku í brattasta hluta hennar. Landhalla er hægt að mæla bæði út frá korti og á staðnum. Hægt er að flokka landhalla á eftirfarandi hátt m.t.t. hættu á að snjóflóð fari af stað:

  • miðlungshalli: minna en 30°
  • bratt: 30° og meira
  • mjög bratt: 35° og meira
  • hrikalega bratt: 40° og meira

Slope gradient Slope gradient

© TIRIS maps

Landsvæði, svæðisbundið

Landsvæði nær yfir nokkuð stórt svæði, t.d. nokkra dali eða firði. Í svæðisbundinni snjóflóðaspá eru landsvæði gjarnan skilgreind eftir veðurfari.

Regions Regions

© Avalanche Warning Service Tyrol

Lausamjöll

Mjög eðlislétt nýsnævi, gjarnan um 30 kg/m3 (púðursnjór).

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Lausasnjóflóð, lausaflóð

Gerð eða tegund snjóflóðs sem byrjar í einum punkti en breiðir smám saman úr sér niður hlíðina, og myndar þannig keilulaga form. Lausasnjóflóð geta fallið í bæði þurrum og votum snjó þegar samloðun er lítil.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Lágarenningur

Snjór sem flyst með vindi nálægt yfirborðinu og nær minna en mannhæð frá jörðu. Skyggni versnar ekki mikið.

Drifting snow Drifting snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Líklegt (eitthvað er líklegt)

Þegar líkur á atburði eru meira en 50%.

Orðasafn

M

Magn nýsnævis

Heildarmagn nýsnævis sem bætist við á ákveðnu tímabili, t.d. á þremur dögum.

Minnkandi styrkur (í snjólagi)

Tengjum milli snjókristalla fækkar eða þau veikjast sem verður til þess að snjórinn þolir minna álag.

Decreasing firmness Decreasing firmness

© Avalanche Warning Service Tyrol

Mjög brattar hlíðar og erfitt landslag

Hlíðar og brekkur sem eru brattari en 40°. Einnig getur verið um að ræða t.d. nálægð við fjallshrygg, eða gróft og klettótt landslag.

Very steep terrain Very steep terrain

© Thomas Mariacher

Mögulegt (líkur)

Líkur á atburði eru ekki meiri en 50%.

Mörg upptakasvæði

Snjóflóðatunga getur átt upptök í mörgum upptakasvæðum.

Multiple starting zones Multiple starting zones

© Avalanche Warning Service Tyrol

Orðasafn

N

Neðsti hluti kletta

Neðsti hluti klettaveggja, þar sem landhalli breytist.  Brattinn minnkar venjulega eftir því sem neðar kemur.

Brekkan efst undir klettaveggjum er venjulega mjög brött.

Base of a rock wall Base of a rock wall

© Thomas Mariacher

Neðstu snjólög

Neðstu snjólögin, nálægt yfirborði jarðar.  Á Íslandi er oftast hjarn til staðar neðarlega í snjóþekjunni til fjalla þegar líður á veturinn, þ.e. snjór sem hefur blotnað og frosið á víxl og er orðinn harður.

Snow base Snow base

© Avalanche Warning Service Tyrol

Niðurbrot snjókristalla í vindi

Niðurbrot snjókristalla í vindi þegar armar kristalla, og önnur afgerandi form, afmást.

Þetta getur gerst í andrúmsloftinu þegar snjóar í vindi, eða við skafrenning.

Wind metamorphism Wind metamorphism

© Avalanche Warning Service Tyrol

Niðurbrotinn snjór

Óreglulegir, brotnir snjókristallar sem verða til við það að þeir rúnnast, eða brotna vegna vinds, t.d. við skafrenning. Brot úr upprunalegu snjókristöllunum eru oft ennþá greinanleg.

Dæmigerð kornastærð: 1 til 2 mm

Sjá líka: www.snowcrystals.it

  • © Lisa Manneh

  • © EAWS

Náttúrulegt snjóflóð

Snjóflóð sem fer af stað „af sjálfu sér“, þ.e.a.s. án áhrifa frá fólki, dýrum, sprengingum o.s.frv.

Veðuraðstæður verða til þess að snjóflóðið fellur, annað hvort vegna þess að farg (álag) eykst (t.d. vegna snjókomu eða skafrennings) og/eða vegna þess að styrkur í snjónum minnkar (t.d. vegna hærra hitastigs).

Naturally triggered avalanche Naturally triggered avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Nýsnævi

Snjór sem er nýfallinn og hefur ekki ummyndast eða þést að ráði.

Dæmigerð kristallastærð: 1 til 3 mm

New fallen snow New fallen snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Nýsnævi sem snjóflóðavandi

Nýsnævisvandi verður til vegna nýlegrar snjókomu. Viðbótarálagið á snjóþekjuna, eða skortur á samloðun í nýfallna snjónum, getur orðið til þess að snjóflóð falli. Vandinn er venjulega útbreiddur, oft í öllum viðhorfum og endist í einhverja daga eftir snjókomu.  Á Íslandi er þó algengt að nýsnævisvandi breytist fljótt í vanda vegna skafsnjós eða votsnævis.

New snow New snow

Sjá: Dæmigerður snjóflóðavandi

Orðasafn

O

Opnar hlíðar eða svæði sem ekki liggja að hryggjum og fjallstoppum

Svæði sem ekki liggja að fjallshryggjum eða fjallstoppum og þar sem vindáhrif eru ekki áberandi.

Nánari skýring:
Svæði þar sem breyting verður á landslagi frá mjög bröttum hlíðum yfir í meira aflíðandi hlíðar. Brattlendi og klettabelti sem ekki eru tengd við áberandi hryggi falla undir þennan flokk. Það eru ekki skýr mörk á milli svæða sem liggja nálægt hryggjum og fjallstoppum þar sem vindáhrif eru áberandi annars vegar, og hinsvegar opinna hlíða og svæða sem ekki liggja að hryggjum og fjallstoppum.

Area distant from ridgelines Area distant from ridgelines

© Avalanche Warning Service Tyrol

Óstöðug snjóalög

Snjóþekja sem er óstöðug og auðvelt er að setja af stað snjóflóð. Oft þarf bara lítið viðbótarálag (t.d. eina mannsekju) til þess að koma flóði af stað.

Prone to triggering Prone to triggering

© Avalanche Warning Service Tyrol

Óstöðugur (snjór)

Skortur á styrk í snjónum.

Unstable Unstable

© Avalanche Warning Service Tyrol

Öryggisbil

Varúðarráðstöfun í ferðalögum í fjalllendi: Hafa bil á milli manna til þess að draga úr tjónnæmi vegna snjóflóðahættu. Með því að hafa nægjanlegt bil á milli manna er einungis einn á hættusvæði í einu. Þessi ráðstöfun er oft notuð þegar skíðað er niður brattar brekkur einn í einu.

Safety spacing Safety spacing

© Avalanche Warning Service Tyrol

Orðasafn

R

Rakur snjór

Snjór sem er rakur í gegn er 0°C. Fljótandi vatn er ekki sýnilegt í snjónum og dropar ekki út ef hann er kreistur, en það er auðvelt að hnoða snjóbolta.

Thoroughly moist snow Thoroughly moist snow

© Lukas Ruetz

Rennslisflötur

Yfirborðið sem snjófleki losnar frá þegar flekaflóð fer af stað (getur verið við jörð).

Athugið, ekki ætti að rugla rennslisfleti saman við veika lagið.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Rifskaflar

Rifskaflar eru form sem myndast á yfirborði snævar vegna vindrofs. Þeir snúa í átt að vindi og eru gjarnan harðir og geta myndað erfitt skíða- eða sleðafæri.

Ætti ekki að rugla saman við snjóöldur sem myndaðar eru úr skafsnjó.

  • © AINEVA

  • © AINEVA

  • © AINEVA

Rúnnaðir kristallar

Litlir, kúlulaga kristallar sem myndast við ummyndunarferlið rúnnun. Snjólög með rúnnuðum kristöllum hafa mattan, hvítan lit, ekki glansandi.

Einkennandi kristallastærð: 0,2-0,5 mm

Sjá líka: www.snowcrystals.it

Rounded snow grains Rounded snow grains

© www.snowcrystals.it

Orðasafn

S

Samgönguleið á hættusvæði

Samgönguleið, t.d. vegur, sem liggur nálægt hlíð þar sem snjóflóð geta fallið.

Endangered traffic route Endangered traffic route

© Avalanche Warning Service Tyrol

Samþjöppun

Setjast (um snjó)

Talað er um að snjórinn setjist og er þá átt við að þykkt snævar eða snjólags minnki smám saman vegna ummyndunar og einnig vegna áhrifa af fargi (snjóalög sem eru ofaná). Eðlisþyngd snævar verður meiri og hann verður þéttari og sterkari.

Settlement Settlement

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skaflar, skafsnjór

Afleiðing skafrennings. Uppsafnaður þéttur snjór hlémegin í landslagi, sem oft er illa bundinn við neðri snjólög. Algengast er að skaflar myndist nálægt hryggjum eða brúnum eða í giljum og lægðum. Frekari skýring: Snjókristallar sem fjúka í vindi brotna niður vegna árekstra við yfirborð og við aðra kristalla og verða um 10-20% af upprunalegri stærð sinni (~0,5 mm). Þessar litlu agnir mynda þéttan snjó þegar þær setjast. Þannig myndast vindflekar sem geta farið af stað í flekaflóðum.

Þykkt skafla

  • Litlir skaflar: (5-20 cm þykkir)
  • Miðlungs skaflar: 20-50 cm þykkir
  • Stórir skaflar: þykkari en 50 cm

Útbreiðsla skaflamyndunar í landslagi getur verið mismikil, frá því að litlir skaflar myndist hér og þar upp í að djúpir skaflar myndist út um allt þar sem snjór getur sest í skafrenningi.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Skafrenningur, renningur

Snjór sem flyst til með vindi. Greint er á milli þrenns konar skafrennings eftir því hvaða hæð hann nær:

  • Renningsskrið er renningur sem skríður með jörð og nær aðeins fáeina cm yfir yfirborð snævar. Hefur ekki áhrif á skyggni.
  • Lágarenningur nær minna en mannhæð frá yfirborði. Skyggni skerðist lítið.
  • Háarenningur getur náð marga metra yfir yfirborð snævar og skyggni verður takmarkað.

Blowing snow Blowing snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skafsnjór sem snjóflóðavandi

Snjóflóðavandinn kemur til vegna skafrennings. Snjórinn safnast venjulega hlémegin hlíða, í gil, skálar, við fjallshryggi og í önnur svæði þar sem eitthvert skjól er. Vindflekar myndast þar sem snjór nær að setjast.

Wind slab Wind slab

Sjá: Dæmigerður snjóflóðavandi

Skari

Mjög þétt snjólag sem myndast við þýðu og frost (umhleypingar), eða í skafrenningi.

Crust Crust

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skari, frost-þíðu skari

Hart og þétt lag í snjóþekjunni sem verður til þegar snjór bráðnar og frýs á ný.

Melt-freeze crust Melt-freeze crust

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skarð, fjallaskarð

Lægsta svæði fjallshryggs.

Í skörðum er gjarnan hvasst vegna áhrifa landslags og skafrenningur getur orðið mikill.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Skel

Mjög þunnt íslag á yfirborði snævar sem myndast vegna sólgeislurnar, bráðnunar, vindáhrifa eða útgeislunar frá snjónum.

Hlíðar sem vísa mót sólu eru oft með ísuðu yfirborði á vorin vegna þess að skelin endurkastar geislum auðveldlega.

Firn mirror Firn mirror

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skotsprunga

Sprunga sem myndast skyndilega í snjónum. Skyndileg sprungumyndun í snjóþekjunni er augljóst hættumerki og gefur til kynna óstöðuga snjóþekju.

Shooting crack Shooting crack

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skriðflóð

Þegar hraði snjóskriðs eykst meira og meira verður til skriðflóð. Slík flóð geta farið af stað hvenær sem er sólarhrings. Skriðflóð fara ekki af stað vegna þess að veikt lag gefur sig heldur rennur snjóþekjan á yfirborði jarðar, t.d. á sleipum grasbrekkum.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Michael Auckenthaler

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Skriðsprunga

Sprungur sem eru sýnilegar í yfirborði snjóþekjunnar og myndast við það að snjórinn skríður eða rennur hægt á bröttu og sleipu undirlagi, t.d. grasbrekku.

Forðast ætti svæði neðan við sýnilegar skriðsprungur vegna hættu á skriðflóðum.

Glide crack Glide crack

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skuggahlíðar

Hlíðar í skugga þar sem áhrifa sólar gætir lítið eða ekkert, venjulega hlíðar sem vísa í norður (norðurviðhorf).

Viðbótarupplýsingar: Hefur meiri áhrif í desember og janúar, vegna þess hversu lágt sólin er á lofti, heldur en á vorin. Fjöll geta varpað skugga á brekkurnar í kringum sig í hvaða viðhorfi sem er, þar af leiðandi eru það ekki bara norðurvísandi hlíðar sem eru skuggahlíðar.

Shady slope Shady slope

© Avalanche Warning Service Tyrol

Skál

Íhvolf svæði í landslagi. Í skálar safnast gjarnan skafsnjór í skafrenningi.

Bowl Bowl

© Thomas Mariacher

Smáskala

Brekkur eða landslagsfyrirbæri sem eru frá því að vera nokkrir metrar að stærð upp í u.þ.b. 20 m.

Small scale Small scale

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjódýpt

Þykkt snævar mæld lóðrétt niður á jörð.

Snow depth Snow depth

© Gerhard Figl

Snjódýptaraukning

Aukning snjódýptar á ákveðnu tímabili, t.d. sólarhring.

Snjóflóð

Hraðfara snjómassi sem fellur niður hlíð.

Avalanche Avalanche

Snjóflóð sem fer af stað við jörð

Snjóflóð sem falla oft á vorin og rífa með sér jarðveg í farveginum, þannig að snjótungan blandast jarðvegi, grjóti og stundum gróðri.

Oft er um að ræða skriðflóð en stundum er um að ræða flekaflóð sem fer af stað þegar veikt lag við yfirborð jarðar gefur sig.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Stefan Wierer

Snjóflóð sett viljandi af stað

Snjóflóð eru stundum sett af stað viljandi, gjarnan í þeim tilgangi að draga úr snjóflóðahættu á ákveðnu svæði, kanna stöðugleika snævar eða í vísindaskyni. Snjóflóð eru t.d. sett af stað með sprengingum, snjótroðurum, eða af fólki sem gerir stöðugleikapróf.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Snjóflóðaspá

Einnig kallað svæðisbundin snjóflóðaspá eða svæðisbundið mat á snjóflóðaaðstæðum. Í snjóflóðaspánni eru gefnar upplýsingar um snjóalög, snjóþekjuna og snjóflóðaaðstæður á mismunandi svæðum. Snjóflóðahætta er metin í fimm stigum samkvæmt samevrópskum hættuskala frá European Avalanche Warning Services (EAWS).

  • © Avalanche.report

  • © SLF

  • © NVE

  • © Avalanche Warning Service Bavaria

Snjóflóðasvæði, hættusvæði

Svæði þar sem snjóflóð geta fallið og fólk, dýr eða mannvirki geta verið í hættu. Í snjóflóðaspánni er gefið upp í hvaða viðhorfum og/eða hæð yfir sjávarmáli hættan er mest, þ.e.a.s. hvar líklegast er að snjóflóðavandi sé til staðar.

Snjóflóðatunga

Snjórinn í snjóflóði safnast í snjóflóðatungu sem liggur á jörðinni þegar flóðið hefur stöðvast. Snjóflóðatungan er stundum sýnileg í langan tíma í dalbotnum og hlíðarrótum.

Avalanche deposit Avalanche deposit

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjógryfja, snjósnið

Snjógryfjur eru staðbundnar athuganir á snjóþekju og snjólögum. Þær eru mikilvægt innlegg í mat á snjóflóðaaðstæðum. Grafin er gryfja alveg niður á jörð til þess að fá þversnið af snjóþekjunni. Þannig sjást mismunandi snjólög og hægt er að rannsaka þau með tilliti til hörku, kristallagerð, vatnsinnihalds/raka og hitastigs. Vegna ummyndunar snævar eru einstök snjólög stöðugt að breytast og hægt er að draga ályktanir um áhrif veðurs þegar viðkomandi snjólag myndaðist (nýsnævi, rigning, vindur, sólgeislun o.s.frv.) og einnig um seinni þróun í snjóþekjunni. Í snjógryfju er hægt að greina möguleg veik lög en ekki meta stöðugleika þeirra. Til þess þarf stöðugleikapróf.

Snow profile Snow profile

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjóhagl, frauðhagl

Tegund úrkomu sem myndast í andrúmsloftinu við að undirkældir vatnsdropar frjósa á yfirborði snjókristalla og mynda kúlulaga snjókorn. Gerist oftast í skúra/éljaveðri þegar háreistir skúraklakkar myndast.

Dæmigerð kristallastærð: ≤5 mm

Sjá einnig: www.snowcrystals.it

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Snjómökkur

Snjór sem vindur rífur með sér frá fjallstoppi eða fjallshrygg og skilar út í loftið.

Snow plume Snow plume

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjór með litla samloðun

Snjór sem vantar samloðun. Lausamjöll er mjög eðlislétt og hefur venjulega litla samloðun. Lítil samloðun getur líka einkennt mjög votan snjó eða kantaða kristalla. Snjór með litla samloðun getur valdið lausaflóðum.

Unbonded snow Unbonded snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjóskrið

Snjór sem skríður eða rennur hægt eftir sléttu eða votu yfirborði jarðar, t.d. grasbrekkum eða sléttu bergi. Skriðið getur náð hraða frá nokkrum millimetrum upp í nokkra metra á dag.

Sprungur geta myndast í snjónum (skriðsprungur).

  • © Alex Holaus

  • © Jonathan Flunger

Snjóskrið sem snjóflóðavandi

Skriðsnjór sem skilgreindur snjóflóðavandi einkennist af því að öll snjóþekjan skríður eða rennur á jörðinni. Snjóflóð geta fallið á berri jörð vegna þess að botnlag snævar gefur sig eða að lagmót snævar og yfirvorðs jarðar gefa sig. Til þess að snjóflóð falli þarf að koma til vatn á fljótandi formi á lagmótum snævar og jarðar. Eftir því hver uppruni vatnsins er er hægt að skilgreina flóðin sem heit (þegar bræðsluvatn eða rigning hripar í gegnum snjóinn) eða köld (þegar heit jörð verður til þess að botnlag snævar bráðnar, eða grunnvatn flæði úr jörðinni). Erfitt er að spá fyrir um skriðflóð, en venjulega opnast skriðsprunga áður en þau fara af stað.

Gliding snow Gliding snow

Sjá: Dæmigerður snjóflóðavandi

Snjósöfnunarsvæði

Svæði þar sem snjór safnast þegar skafrenningur er. Gjarnan hlémegin hlíða og í giljum og lægðum.

Wafted slope area Wafted slope area

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjóöldur

Skafrenningur getur myndað öldumynstur í snjónum. Sú hlið öldunnar sem er meira aflíðandi er áveðurs, en brattari hluti hennar er hlémegin.

Ekki ætti að rugla snjóöldum saman við rifskafla.

  • © AINEVA

  • © AINEVA

  • © AINEVA

Snjóþekja

Snjór safnast yfir veturinn í lagskipta snjóþekju.

Snow cover Snow cover

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjóþekja með burðargetu, mannheldur snjór

Yfirborðslag í snjó sem er nægjanlega sterkt til þess að bera mann sem gengur á því.

Snowpack capable of bearing loads Snowpack capable of bearing loads

© Avalanche Warning Service Tyrol

Snjóþykkt

Þykkt snjóþekju mæld hornrétt á brekkuna (að jörðu eða undirlagi).

Snow thickness Snow thickness

© Gerhard Figl

Snælína, snjólína

Lægri hæðarmörk samhangandi snjóþekju. Snælínan getur verið mismunandi eftir viðhorfi hlíðanna (eftir því í hvaða átt hlíðarnar vísa) eða eftir fjarlægð frá sjó.

Snow line Snow line

© Avalanche Warning Service Tyrol

Staðbundið

Svæði sem eru bundin við t.d. eina fjallshlíð eða dal.  Innan hvers spásvæðis í snjóflóðaspá geta verið mismunandi snjóflóðaaðstæður.

Styrkur snævar, þéttleiki snævar

Burðarþol snævar eða eiginleiki hans til að þola álag vegna góðrar bindingar á milli snjókristallanna.

Stærð snjóflóða

Stærð snjóflóða byggð á eyðileggingarmætti, skriðlengd og umfangi

Stærð 1: Lítið snjóflóð (spýja)

  • Lítil hætta á að grafast í flóðinu (hætta getur skapast vegna falls)
  • Dæmigerður stöðvunarstaður er í sjálfum brattanum

Small avalanche (sluff) - size 1 Small avalanche (sluff) - size 1

© Avalanche Warning Service Tyrol

Lítið snjóflóð (spýja) – stærð 1

Stærð 2: Meðalstórt snjóflóð

  • Getur grafið, slasað eða drepið manneskju
  • Dæmigerður stöðvunarstaður er neðst í brattanum

Medium avalanche - size 2 Medium avalanche - size 2

© Avalanche Warning Service Tyrol

Meðalstórt snjóflóð – stærð 2

Stærð 3: Stórt snjóflóð

  • Getur grafið og eyðilagt fólksbíl, skemmt vörubíl, eyðilagt minni byggingar eða brotið nokkur tré.
  • Snjóflóðið gæti náð niður á flatlendi (umtalsvert minni halli en 30°) og ferðast allt að 50 m eftir því.

Large avalanche - size 3 Large avalanche - size 3

© Avalanche Warning Service Tyrol

Stórt snjóflóð – stærð 3

Stærð 4: Mjög stórt snjóflóð

  • Getur grafið og eyðilagt lestarvagn, stóran vörubíl, nokkrar byggingar eða hluta úr skógi
  • Snjóflóðið gæti náð niður á flatlendi (umtalsvert minni halli en 30°) og ferðast lengra en 50 m eftir því og náð dalbotni eða sjó.

Very large avalanche - size 4 Very large avalanche - size 4

© Avalanche Warning Service Tyrol

Mjög stórt snjóflóð – stærð 4

Stærð 5: Stærstu snjóflóð

  • Geta breytt landslagi, gríðarlegur eyðileggingarmáttur
  • Snjóflóðið nær dalbotni eða sjó, lengstu, þekktu úthlaup

Extremely large avalanche - size 5 Extremely large avalanche - size 5

Stærstu snjóflóð – stærð 5

Stærð upptakasvæðis (flekaflóða)

Flatarmál upptakasvæðis, flekans sem losnar í upphafi þegar flekaflóð fer af stað.

Size of the starting zone Size of the starting zone

© Avalanche Warning Service Tyrol

Stöðugleiki snævar

Styrkur snjóþekjunnar og þol gagnvart innri og ytri truflunum.

Stöðugleikinn ákvarðast af styrk snjóþekjunnar gagnvart álaginu sem hún verður fyrir. Ef snjóþekjan er lagskipt, þá getur hún verið óstöðug ef þéttara lag er ofan á minna þéttu lagi (veiku lagi).  Þéttara lagið myndar þá fleka, sem getur farið af stað í flekaflóði. Einnig getur snjóþekja orðið óstöðug vegna skorts á samloðun í snjólagi.

Stability Stability

© Avalanche Warning Service Tyrol

Svæði þar sem vindáhrif eru áberandi

Svæði nálægt fjallshryggjum og fjallstoppum þar sem áhrif vinds eru gjarnan mikil.

Area adjacent to the ridge line Area adjacent to the ridge line

© Avalanche Warning Service Tyrol

Sólbökuð hlíð, sólskinshlíðar, sólarmegin

Brekkur sem verða fyrir miklum áhrifum sólargeislunar.

Dæmigerðar sólskinshlíðar eru austur-, suðaustur-, suður-, suðvestur- og vesturvísandi hlíðar, eftir því hvar sólin er á himninum.

Sunny slope Sunny slope

© Avalanche Warning Service Tyrol

Orðasafn

T

Tegundir snjóflóða, gerðir snjóflóða

Snjóflóð eru flokkuð eftir mismunandi atriðum. Mikilvægustu skilgreiningarnar fara eftir:

  • Hvernig flóðið byrjar (lausasnjóflóð/flekaflóð)
  • Eðli hreyfingar er (þétt snjóflóð/kófhlaup)
  • Vætustigi snævar (þurrt/vott snjóflóð)

Til viðbótar við þetta eru til skriðsnjóflóð, eða snjóskrið, þar sem snjórinn skríður á jörð.

Slab avalanche Slab avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Loose snow avalanche Loose snow avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Dense flow avalanche Dense flow avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Wet snow avalanche Wet snow avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Gliding avalanche Gliding avalanche

© Michael Auckenthaler

Tengjamyndun, sindrun

Í nýjum snjókristöllum byrja vatnssameindir strax að færa sig frá ysta hluta snjókristallsins (örmunum) að kjarnanum. Þetta gerist vegna þess að það er örlítill munur á gufuþrýstingi umhverfis mismunandi hluta kristallsins. Kristallarnir verða minni umfangs eftir því sem armarnir hverfa og snjólagið verður einnig þéttara. Tengjum milli kristalla fjölgar og þau verða sterkari.

Þegar hiti er hærri verður tengjamyndun hraðari. Í samþjöppuðum snjó, t.d. snjókúlu, snjóflóðasnjó eða gömlum skíðaförum er tengjamyndun áberandi mikil.

Sintering Sintering

© Avalanche Warning Service Tyrol

Trjálína

Efri mörk skógar, t.d. eru þau í um 2400 m hæð sumstaðar í Ölpunum. Á ekki við á Íslandi.

Tree line Tree line

© Avalanche Warning Service Tyrol

Þröskuldsgildi nýsnævis

Nýsnævi veldur álagi á snjórinn sem fyrir er og getur þar af leiðandi aukið snjóflóðahættu. Þegar snjóaðstæður eru óstöðugar, t.d. ef lagskipting snævar er veik, hitastig lágt eða mikill vindur, þá getur þröskuldsgildið verið bara örfáir cm. Þegar aðstæður eru góðar, t.d. stöðugur, gamal snjór og lítill vindur, þá getur jafnvel bætt á 50 cm nýsnævi án vandræða.

Critical depth of new fallen snow Critical depth of new fallen snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Þykkt brotstáls

Hæð brotstáls, mælt lóðrétt á undirlagið. Þetta er jafnframt þykktin á flekanum á viðkomandi stað í flekaflóði.

Slab thickness Slab thickness

© Avalanche Warning Service Tyrol

Þétt snjóflóð, þéttur kjarni snjóflóðs

Snjór sem flæðir eða rennur niður hlíðina, öfugt við kófhlaup, eða kófhluta snjóflóðs.

Dense flow avalanche Dense flow avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Þéttur snjór

Snjór er þéttur ef kristallarnir eru tengdir það vel að einangruð snjósúla eða köggull fellur ekki saman af sjálfu sér. Þéttur snjór getur verið bæði mjúkur og harður.

Þéttur snjór myndast við skafrenning eða með ummyndun snævar. Þegar þéttur snjór er tengdur veiku lagi, er hann mikilvægur þáttur í myndun flekaflóða.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Orðasafn

U

Ummyndun snævar

Ferli sem leiðir til breytingar á lögun og stærð snjókristalla í snjónum.

  • © Lisa Manneh

  • © Lisa Manneh

Ummyndun vegna frosts og þíðu

Þegar snjór hitnar upp í 0°C verður til blanda af snjókristöllum og vatni sem hefur ekki mikinn styrk. En þegar voti snjórinn frýs á ný og verður að skara verður snjórinn harður og sterkur.

Ummyndun vegna hreyfiorku (köntun)

Ummyndunarferli í þurrum snjó þar sem er mikill hitamunur (hár hitastigull) innan snjóþekjunnar. Kristallarnir eyðileggjast og breytast í kantaða kristalla eða jafnvel bikarkristalla. Kristallarnir stækka, holrýmið hverfur og bindingin minnkar sem minnkar styrkinn í ummyndaða snjólaginu. Eftir því sem hitamunurinn er meiri innan snjóþekjunnar, þeim mun ákafari er ummyndunin.

Þetta ferli verður hraðara á skuggsælum svæðum þar sem snjóþekjan er þunn. Ferlið getur haft áhrif á alla snjóþekjuna eða aðeins á einhverja hluta hennar. Lög af köntuðum kristöllum finnast oft nálægt skaralögum. Á yfirborði snævar myndast þeir helst í hægviðri á heiðskírum nóttum.

Kinetic metamorphism Kinetic metamorphism

© Lisa Manneh

Upptakasvæði

Svæði þar sem snjóflóð eiga upptök.

Starting zone Starting zone

© Avalanche Warning Service Tyrol

Útgeislun, langbylgjugeislun

Yfirborð snævar sendir frá sér langbylgjur (innrauðar) út í andrúmsloftið.

Í heiðskíru veðri, sérstaklega að næturlagi, kólnar yfirborðið oft langt niður fyrir lofthita (allt að 20°C).

Outgoing longwave radiation Outgoing longwave radiation

© foto-webcam.eu

Úthlaupslengd, skriðlengd

Heildarlengd snjóflóðs frá hæsta punkti upptaka niður að neðsta punkti snjóflóðatungunnar.

Avalanche length Avalanche length

© Avalanche Warning Service Tyrol

Útsett(ur)

Landsvæði, hlutir, fólk og dýr geta verið útsett fyrir vindi, sól, snjóflóðum eða annarri hættu.

Exposed Exposed

© Avalanche Warning Service Tyrol

Útstreymi grunnvatns

Vatn sem rennur úr jarðvegi, stundum vegna lyftingar sökum vökvaþrýstingsstiguls milli yfirborðar jarðar og snævarins sem liggur ofaná. Vatnið þrýstist annað hvort í gegnum rásir í jarðveginum, eða geymist sem ís í jarðveginum sem síðan bráðnar. Lindir eru einnig dæmi um útstreymi grunnvatns. Útstreymi grunnvatns veldur því að fljótandi vatn er til staðar á mótum yfirborðs jarðar og snævar sem getur orðið til þess að snjóþekjan verði óstöðug.

Orðasafn

V

Vatnsgildi snævar

Hæð vatnssúlu í mm þegar búið er að bræða snjósýni, miðað við sama flatarmál. Vatnsgildi 20 cm snjósýnis þar sem eðlisþyngdin er að meðaltali 100 kg/m3 er 20 mm. Ef eðlisþyngdin er 500 kg/m3 þá er vatnsgildi 20 cm sýnis 100 mm.

Vaxandi styrkur (í snjólagi)

Binding milli snjókristalla batnar sem eykur styrk kristallanna til að þola álag.

Increasing firmness Increasing firmness

© Avalanche Warning Service Tyrol

Vegkaflar útsettir fyrir hættu

Hluti vegar (eða annarra samgönguleiða) sem er útsettur fyrir snjóflóðahættu, oft er um að ræða úthlaupssvæði snjóflóðafarvegs.

Exposed transportation route Exposed transportation route

© Avalanche Warning Service Tyrol

Veikt lag

Snjólag í snjóþekjunni sem getur fallið saman. Veikt lag er með minni samloðun en lagið sem er ofaná því. Dæmigerð veik lög í snjónum eru: grafið nýsnævi, léleg binding í vindbornum snjó, yfirborðshrím, kantaðir kristallar, bikarkristallar, frauðhagl. Vot veik lög geta verið mynduð úr öllum tegundum snjókristalla.

Weak layer Weak layer

© Avalanche Warning Service Tyrol

Vernduð svæði

Svæði sem eru varin gagnvart snjóflóðahættu og annarri ofanflóðahættu með varanlegum eða tímabundnum vörnum.  Dæmi um varanlegar varnir eru upptakastoðvirki, keilur og varnargarðar. Dæmi um tímabundnar varnir er vöktun og rýmingar og einnig þegar snjóflóðum er komið af stað undir eftirliti t.d. með sprengingum.

Secured areas Secured areas

© Avalanche Warning Service Tyrol

Vindborinn snjór

Þegar vindur er meiri en 4m/s getur hann flutt með sér lausamjöll, og þéttari snjó þegar vindur er kominn yfir 10 m/s.

Viðbótarskýring: Magn snævar sem vindur flytur með sér eykst með vindhraða í þriðja veldi, þ.e. tvöfaldur vindhraði þýðir áttfalt magn af snjó sem vindurinn flytur með sér. Hámark skafrennings næst við vindhraða á milli 50-80 km/klst (14-22 m/s). Við meiri vindhraða en það, dregur úr skafrenningi.

Transported snow Transported snow

© Avalanche Warning Service Tyrol

Vindhraði, vindstyrkur

Vindhraði er mældur í m/s á Íslandi. Sumstaðar er hann mældur í km/klst.

Í tengslum við snjóflóðahættu er vindhraði gjarnan flokkaður á eftirfarandi hátt:

  • Hægur vindur: 0-6 m/s
  • Miðlungs vindur: 6-11 m/s
  • Talsverður vindur: 11-17 m/s
  • Mjög hvasst: 17-28 m/s
  • Stórviðri: >28 m/s

Wind speed Wind speed

© Avalanche Warning Service Tyrol

Vindskel, vindskari

Lag af harðpökkuðum snjó sem myndast í miklum vindi.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Viðbótarálag

Lítið viðbótarálag

  • Stakur skíða- eða brettamaður sem rennir sér átakalítið án þess að detta
  • Hópur sem ferðast með góðu bili á milli manna (a.m.k. 10 m)
  • Maður á snjóþrúgum

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Peter Plattner

Mikið viðbótarálag

  • Tveir eða fleiri skíða- eða brettamenn sem ekki ferðast með góðu bili á milli manna
  • Stakur göngumaður eða klifrari
  • Vélsleði, snjótroðari, sprenging, hengjuhrun

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Viðhorf hlíðar, hallastefna

Sú átt sem hlíðin vísar í, þ.e. sú átt sem snúið er í þegar horft er niður brekku. Það er því talað um að viðhorf hlíða sé í austur, vestur, norður, suður o.s.frv. Einnig er talað um norðurvísandi hlíðar sem er það sama og norðurviðhorf. Dæmi um önnur orð sem lýsa þessu eru hallastefna, horf og ásýnd.

Aspect Aspect

© TIRIS maps

Viðvarandi veikt lag

Veik snjólög sem eru til staðar í snjóþekjunni og endast lengi áður en þau eyðileggjast, þ.e. þau eru viðvarandi. Þessi veiku lög eru gjarnan gerð úr yfirborðshrími, djúphrími eða köntuðum kristöllum. Veik lög geta varað í vikur eða mánuði.

Persistent weak layers Persistent weak layers

Sjá: Dæmigerður snjóflóðavandi

Vott snjóflóð

Snjóflóð í votum snjó.

Vot snjóflóð fara venjulega hægar en þurr snjóflóð og renna oft styttra. Ástreymisþrýstingur, og þar með eyðileggingarmáttur, getur þó verið mikill vegna þess hversu eðlisþung þau eru.

Wet snow avalanche Wet snow avalanche

© Avalanche Warning Service Tyrol

Votur snjór sem snjóflóðavandi

Vatn í snjónum getur veikt snjóþekjuna. Vatn síast niður í snjóþekjuna vegna snjóbráðnunar eða rigningar.

Wet snow Wet snow

Sjá: Dæmigerður snjóflóðavandi

Votur snjór, blautur snjór

Snjór sem er blautur í gegn er 0°C. Vatn er sýnilegt í snjónum og hægt er að kreista það út.

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Vúmp hljóð, drunur í snjónum

„Vúmp“ hljóð eða drunur í snjónum verða þegar veikt lag undir snjófleka fellur saman. Það verður til þess að loftið í veika laginu pressast út úr snjónum sem myndar hljóðið.

Þetta hljóð bendir venjulega til óstöðugra snjóalaga og getur leitt til þess að sprungur myndist og flekaflóð fari af stað sé brattinn nægur. „Vúmp“ eða drunur í snjónum er alltaf hættumerki.

Orðasafn

Y

Yfirborðshrím

Gagnsæir og oft flatir kristallar sem myndast þegar rakt loft þéttist á yfirborði snævar.

Yfirborðshrím myndast oftast á köldum, heiðskírum en rökum nóttum þegar vindur er hægur. Þegar yfirborðshrím grefst undir nýsnævi getur það myndað hættulegt veikt lag.

Sjá líka: www.snowcrystals.it

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

  • © Avalanche Warning Service Tyrol

Yfirborðsskari

Skari á yfirborði snævar.

Surface crust Surface crust

© Avalanche Warning Service Tyrol